Döðlugott hef ég rekist á í nokkrum útgáfum. Uppskriftina sem ég styðst við fékk ég á sínum tíma hjá Sonju starfssystur minni í HA en hef breytt henni aðeins, þ.e. minnkað bæði smjör og sykurmagn en aukið döðlumagnið. Í sjálfu sér er döðlugott ekki endilega jólanammi og sómir sér vel í veislum allt árið. Þetta… Halda áfram að lesa: Döðlugott
Sólberjalíkjör
Sólberjauppskeran var svo góð í ár að þegar ég var búin að sulta nægju mína átti ég slatta af berjum eftir. Þar með var komið tilvalið tækifæri til að prófa að gera sólberjalíkjör. Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu á netinu og setti svo saman nokkrar hugmyndir sem ég fann og gerði líkjör sem átti að… Halda áfram að lesa: Sólberjalíkjör
Sveskjusulta
Sveskjusultu nota ég svo til eingöngu í hálfmánagerð fyrir jólin. Hálfmánar eiga að vera með heimagerðri sveskjusultu, engin málamiðlun þar. Uppskriftin kemur frá Svöfu móðurömmu og ég fékk hana hjá mömmu. 400 g steinlausar sveskjur 4 dl vatn 2 dl sykur 1 kanilstöng Allt sett í pott og soðið saman við vægan hita þar til… Halda áfram að lesa: Sveskjusulta
Brún randalín Huldu í Sunnuhlíð
Lagkökur eða randalínur eru bakaðar á mörgum heimilum fyrir jól. Kannski er réttara að segja að þær hafi verið bakaðar á mörgum heimilum hér áður fyrr, líklega er þessi siður á undanhaldi. Mamma bakaði lagköku sem kölluð var randalína og var lögð saman með marglitu smjörkremi. Tengdamamma heitin, Hulda í Sunnuhlíð, bakaði alltaf lagköku eða lagtertu… Halda áfram að lesa: Brún randalín Huldu í Sunnuhlíð
Laufabrauð af Dálksstaðaætt
Einn af jólasiðum fjölskyldunnar er laufabrauðsgerð. Við gerum deigið sjálf og notum uppskrift sem á uppruna sinn í fjölskyldu Kela. Þessi útgáfa er frá Hólmfríði mágkonu og í henni er heilhveiti sem okkur þykir til mikilla bóta, kökurnar verða mun bragðmeiri þegar notað er grófara mjöl með hvíta hveitinu. Úr þessari uppskrift fást 45-50 kökur.… Halda áfram að lesa: Laufabrauð af Dálksstaðaætt
Rúgbrauð – seytt
Þrumari eða seytt rúgbrauð er bakað við lágan hita í langan tíma. Þeir sem hafa aðgang að eigin hver til að baka brauð eru líklega ekki margir en flestir hafa bakaraofn sem dugar ágætlega til verksins. Rúgbrauðsbakstur er einfaldur, eina sem þarf að gera er að sulla saman deiginu, pota því í tómar mjólkurfernur og… Halda áfram að lesa: Rúgbrauð – seytt
Spínat- og eggaldinréttur eða spínatpasta
Fyrir allmörgum árum fengum við súpergóðan spínatpastarétt hjá vinum okkar þeim Önnu Siggu og Gylfa. Síðan höfum við eldað þennan rétt reglulega og uppskriftin kannski breyst aðeins í okkar meðförum en grunnurinn er sá sami. Undanfarið höfum við skipt pastanu út fyrir eggaldin og finnst það hreint ekki síðra. Hér kemur lýsing á eggaldin-útgáfunni en… Halda áfram að lesa: Spínat- og eggaldinréttur eða spínatpasta
Kalkúnabollur í tómat- og basilíkusósu
Eitt og annað dettur í innkaupakörfuna hjá okkur hjónum, sérstaklega þegar við förum saman í matarinnkaup. Stundum er um að ræða eitthvað sem er á sérlega góðu verði og stundum eitthvað sem okkur langar að prófa. Kalkúnahakk tikkaði í bæði boxin á sínum tíma. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar með rétti úr þessu hráefni en… Halda áfram að lesa: Kalkúnabollur í tómat- og basilíkusósu
Ofnbakað grænmeti – gott með flestu
Grænmeti gætum við líklega flest borðað oftar og í meira magni en við gerum. Flest grænmeti er ljómandi gott hrátt og sjálfsagt að njóta þess svoleiðis. Tilbreytingin gleður nú samt og möguleikarnir eru nær ótæmandi þegar kemur að því að elda grænmeti, ýmist í réttum með öðru hráefni eða grænmetisréttum. Ofnbakað grænmeti er fljótlegt, þægilegt… Halda áfram að lesa: Ofnbakað grænmeti – gott með flestu
Grískar lambakjötsbollur
Kjötbollur eru til í mörgum skemmtilegum útgáfum og hér á bæ eru m.a. gerðar ítalskar, grískar, sænskar og íslenskar. Grískar kjötbollur er auðvitað hægt að gera úr nautahakki eða blönduðu nauta- og kindahakki en ég skora á ykkur að prófa að nota hreint lambahakk. Að þessu sinni keypti ég frosið lambahakk frá Kjarnafæði í Bónus.… Halda áfram að lesa: Grískar lambakjötsbollur
