Færeysk ávaxtakaka

Hér deili ég með ykkur fjölskyldugersemi, hvorki meira né minna. Uppskriftina fékk ég frá mömmu sem fékk hana frá mömmu sinni. Hvaðan amma Svafa fékk hana veit ég ekki.  Hvers vegna kakan er kennd við Færeyjar er líka ráðgáta en Anna Marit fyrrum samstarfskona mín sem er bæði eðalkona og hálfur Færeyingur segist telja að súkkulaði sé færeyskur ávöxtur. Mér finnst þetta mjög góð skýring. Uppskriftin sem fylgir hér aðeins neðar er að einni formköku. Ég baka ævinlega tvær (eins og mamma). Kakan geymist vel í frysti og er ekki síðri eftir að hafa frosið. Sumum finnst hún meira að segja betri þannig. En uppskriftin erfist sem sagt milli kynslóða og krakkarnir mínir kunna báðir að baka Færeyska. Hér eru nokkurra ára gamlar myndir frá bakstursstund okkar mæðgna. Mæðgur að baka færeyska

En komum okkur að efninu:

150 g mjúkt smjör
150 g sykur
3 egg
150 g hveiti
½ tsk lyftiduft
½ tsk kardimommuduft
100 g rúsínur
100 g smátt brytjaðar döðlur eða þurrkaðar apríkósur (eftir smag og behag, ég nota alltaf apríkósur, mamma notar döðlur)
100 g dökkt súkkulaði, brytjað

Smjöri og sykri er hrært vel saman og eggjum síðan bætt í, einu í senn og hrært vel á milli. Hrært áfram þar til gumsið er orðið sæmilega kekkjalaust. Hveiti, lyftidufti, kardimommum, ávöxtum og súkkulaði er blandað vel saman og bætt smám saman út í deigið.

Sett í léttsmurt form. Ég nota sílíkonform og get látið duga að úða smávegis olíu í formið. Ef notað er venjulegt álform þarf að smyrja formið og fóðra með bökunarpappír. Bakað neðarlega í ofni við 150°C í rúman klukkutíma eða þar til kakan er fallega brún. Gott að prófa með prjóni hvort hún er bökuð. Þá er slökkt á ofninum og kakan látin kólna í ofninum.

7 athugasemdir á “Færeysk ávaxtakaka

  1. i love your blog!!!!!!! jeg snakker Norsk og det er ikke så vanskelig å forstå Islandsk… så fine oppskrifter du har! tusen takk og Godt nytt år!!!

    Líkar við

  2. hello! I think i will bake this cake this afternoon… but i have a question about it… do you hydrate the raisiins and the apricots before adding them to the dough? thanks and hugs from Barcelona! 🙂

    Líkar við

      1. thanks a lot for your quick reply!!! i love your recipes!!!!
        I’m also writing down the Randalin cake… so interesting and traditional! 🙂 about the filling… do you put some jam and the cream on it on each layer, right? just to make sure i understood right…
        Do you have the recipe of that other Icelandic cake? marriage cake, i think…. don’t know the Icelandic name….:)

        Líkar við

      2. I´m so pleased that you like the recipes.
        The randalin cake is very traditional and usually baked around Christmas but of course it tastes great all year round 🙂
        When assembling the layers I put jam on one layer and cream on the other and then put the two together – so you have both jam and cream between layers.
        Regarding the recipe on an Icelandic marriage cake, I guess you mean the one called hjónabandssæla (marital bliss or happy marriage cake) an oatmeal and rhubarb jam pie. I don´t have a hjónabandssæla recipe on by page yet but here is a link to a recipe that looks similar to the one my mother and grandmother made: https://bukonan.wordpress.com/2012/03/26/hjonabandssaela/

        Líkar við

  3. thanks a lot for the link and the explanations…. I am very interested in Icelandic food traditions and i am learning a lot about it with your blog! i hope you will post some other tarditional baking recipes soon! 🙂
    are you in Faccebook too? if i can ever help you with anything from Barcelona, please just ask… have a nice week end!

    Líkar við

Skildu eftir svar við guillermo coll real Hætta við svar