Velkomin!
Á þessari síðu er ætlunin að segja frá því sem ég er að stússa, aðallega í eldhúsinu. Ég hef lengi haft gaman af matreiðslu og allskonar matarstússi. Sultugerð er í sérstöku uppáhaldi og þess vegna er slatti af slíkum uppskriftum. Síðan er ekki síst hugsuð sem uppskriftasafn fyrir mig, fjölskyldu og vini sem vilja nýta uppskriftirnar. Svo er auðvitað bara bónus ef fleiri hafa ánægju af.
Fyrir ykkur sem slysist inn á síðuna og viljið vita eitthvað um konuna á bak við uppskriftirnar þá eru hér smá upplýsingar um mig. Ég heiti Kristín Sóley Sigursveinsdóttir og bý á Akureyri með Hólmkeli eiginmanni mínum. Krakkarnir okkar tveir eru fluttir að heiman. Ég er iðjuþjálfi og stjórnsýslufræðingur að mennt og hef fengist við eitt og annað gegnum tíðina en starfa í augnablikinu (árið 2019) á stjórnsýslusvið Akureyrarbæjar.
Lesendum er velkomið að hafa samband við mig á netfangið kristinsoley[hjá]gmail.com. Einnig er hægt að skilja eftir athugasemdir við færslurnar. Mér þætti gaman að heyra frá ykkur.
Höfundarréttur: Allar ljósmyndir á Stína stússar eru mínar eigin eða minna nánustu, nema annað sé tekið fram. Við deilingu mynda og uppskrifta af síðunni skal alltaf getið heimilda og tengill látinn fylgja með á viðkomandi uppskrift á Stína stússar (kristinsoley.com). Öll notkun og dreifing uppskrifta og ljósmynda af síðunni í markaðstengdum tilgangi er óheimil án leyfis frá mér.
Lifum og njótum gott fólk!
Stína
