Fyrr í sumar rakst ég á ferskjur á mjööög góðu verði og skellti mér á nokkur kíló. Úr þeim bjó ég meðal annars til sultu með restinni af rabarbaranum úr garðinum. Ferskjurnar eru mjög sætar og fara vel með rabarbaranum. Í þessari sultu er frekar lítill viðbættur sykur og ég hef geymt hana í ísskáp… Halda áfram að lesa: Ferskju- og rabarbarasulta
Kjúklingur með edamamebaunum og hnetusmjörssósu
Fljótgerður kjúklingaréttur með grænmeti er góður kostur í dagsins önn og þessi er reyndar svo gómsætur að hann er líka tilvalinn þegar von er á gestum. Uppskriftina fann ég í Feminu (08/2016) en hef breytt henni lítillega. Sleppa má kjúklingakjötinu og tvöfalda baunamagnið ef svo ber undir. Gott er að nota stóra pönnu (t.d. wok-pönnu)… Halda áfram að lesa: Kjúklingur með edamamebaunum og hnetusmjörssósu
Sólberjasulta með perum og kanil
Sólberjarunninn í garðinum er einstaklega gjöfull í ár. Við erum búin að tína af honum rúm fjögur kíló af berjum núna en í fyrra fengum við bara rúmt kíló. Ástæðan er líklega sú að í fyrra var hann nýfluttur á nýjan stað og upptekinn við að koma sér vel fyrir. Nýi staðurinn er greinilega heppilegur… Halda áfram að lesa: Sólberjasulta með perum og kanil
