Á sunnudaginn fengum við góða gesti og þá skellti ég í þessa tertu sem ég hef gert nokkrum sinnum áður með góðum árangri. Uppskriftin hefur verið að þróast aðeins í meðförum mínum, upphaflega fékk ég hana úr einhverju blaði. Tertan er alls ekki þung og klesst eins og t.d. franskar súkkulaðitertur eru stundum. Ofan á… Halda áfram að lesa: Súkkulaðiterta með sulturjóma og berjum
Saltfiskur af suðrænum slóðum
Saltfiskur er hátíðarmatur sums staðar í sunnanverðri Evrópu og þá er ekki verið að tala um þessa hefðbundnu íslensku matreiðslu þar sem soðinn saltfiskur er borinn fram með kartöflum, rófum og hamsatólg. Við gerum stundum þennan rétt sem er mjög þægilegur að því leyti að hægt er að gera hann næstum alveg fyrirfram og skella… Halda áfram að lesa: Saltfiskur af suðrænum slóðum
Blómkálsmús
Hafir þú ekki nú þegar kynnst blómkálsmúsinni þá mæli ég eindregið með að þú prófir þessa uppskrift. Blómkálið er soðið með grænmetiskrafti og svo maukað með t.d. fetaosti eða krydduðum rjómaosti. Hægt er að leika sér með krydd/ost og fá þannig mismunandi afbrigði af músinni. Músin er góð með flestu og upplagt að nota hana… Halda áfram að lesa: Blómkálsmús
Strengjabaunasalat með sveppum
Hér kemur uppskrift að strengjabaunasalati sem borið er fram volgt og er fyrirtaks meðlæti með ýmsum mat, til dæmis lambakjöti eða kjúklingi. Ég nota yfirleitt frosnar strengjabaunir. Frosið grænmeti og ávextir er fryst strax eftir uppskeru og heldur því gæðum sínum oft á tíðum betur en það sem ferðast hefur ófrosið milli landa og er… Halda áfram að lesa: Strengjabaunasalat með sveppum
Jarðarberja- og rabarbarasulta alias „Jarðarbarasulta“
Hefðbundin rabarbarasulta stendur alveg fyrir sínu en neyslan á henni á þessu heimili er töluvert minni en gerðist og gekk þegar ég var að alast upp. Þá var borin fram rabarbarasulta með allskonar mat og einnig notuð í bakkelsi. Rabarbari sprettur afskaplega vel á Íslandi og uppskeran í garðinum er svo mikil að ég frysti… Halda áfram að lesa: Jarðarberja- og rabarbarasulta alias „Jarðarbarasulta“
Sörur
Sörubakstur minn er saga í nokkrum köflum. Hún hefst í Kaupmannahöfn um 1985 og þá bakaði ég reyndar ekki sörurnar heldur keypti tilbúnar makkarónukökur og bjó til súkkulaðikrem sem ég setti á og súkkulaðihúðaði svo kökurnar. Síðan hef ég prófað allmargar aðferðir við að baka möndlubotnana og í hvert skipti sem ég baka þær í… Halda áfram að lesa: Sörur
Ris á l’amande
Þegar við bjuggum í Kaupmannahöfn ákváðum við að sleppa því að reyna að endurgera íslenskan jólamat úr dönsku hráefni en höfðum þess í stað hefðbundna danska rétti á borðum: önd í aðalrétt og ris á l’amande í eftirrétt. Öndin hefur stundum þurft að víkja fyrir öðrum aðalrétti en við höldum okkur við þessa spariútgáfu af… Halda áfram að lesa: Ris á l’amande
Hálfmánar
Lengi vel kunni ég ekki að meta hálfmána og einbeitti mér frekar að öðrum smákökum á jólunum. Svo kom að því að ég uppgötvaði að smekkurinn hafði breyst. Nú eru þeir í uppáhaldi hjá mér. Mér er reyndar ekki sama hvernig þeir eru og ef ég á að vera hreinskilin finnst mér þeir sem gerðir… Halda áfram að lesa: Hálfmánar
Mömmukossar
Mmmmm mömmukossar eru sígildar jólasmákökur og uppáhald sumra á heimilinu. Uppskriftin er frá mömmu og er frekar stór, enda mamma lengi með mannmargt heimili. Hér hafa kossarnir samt aldrei skemmst. Kökurnar eru lagðar saman tvær og tvær með smjörkremi á milli og þess vegna er ekki sniðugt að setja á þær kremið mjög löngu áður… Halda áfram að lesa: Mömmukossar
Kurltoppar
Kurltoppar hafa verið vinsæll jólabakstur undanfarin ár. Þetta eru marengstoppar með súkkulaði og súkkulaðihúðuðu lakkrískurli. Um að gera að leika sér aðeins með þessa uppskrift og prófa mismunandi afbrigði af súkkulaði og kurli. Karamellukurl er t.d. ágætt og þeir sem eru hrifnari af mjólkursúkkulaði nota það í stað suðusúkkulaðis. Lykilatriði við baksturinn er að þeyta… Halda áfram að lesa: Kurltoppar
