Saltkringlubitar

Nýlega kom Þóra kollegi minn norður í framboðsferð og hélt fundi með iðjuþjálfum hér á svæðinu. Hún hafði keypt meðlæti í Costco til að bjóða upp á með kaffinu á vinnustaðafundum. Þegar hún setti á borðið skál með saltkringlubitum, sem mig minnir að heiti Snappers, varaði hún viðstadda við afleiðingunum því þetta væri verulega ávanabindandi stöff.  Skemmst er frá því að segja að bitarnir reyndust verulega ljúffengir. Þar sem Costco er ekki beint hverfisbúð hér í höfuðstað Norðurlands ákvað ég að athuga hvort ég gæti ekki bara gert svona sjálf. Leit á internetinu leiddi í ljós að ég var ekki sú fyrsta sem reyndi að búa  þetta gúmmelaði til í eldhúsinu heima.  Framkvæmdin virtist einföld og ég ákvað að prófa og setti saman mína útgáfu. Þess má geta að ég fór með þessa frumraun í vinnuna og þar virtust sumir ánetjast strax.

img_1208

Innihaldsefni:

  • 300 g 56% súkkulaði frá Nóa (eða dökkt súkkulaði að eigin vali)
  • Saltkringlur – ca 80-100 g
  • 170 g ljósar karamellur
  • 2 msk rjómi
  • 100 g suðusúkkulaði

Aðferð:

  • Bökunarplata klædd með bökunarpappír
  • 300 g súkkulaði brætt í skál yfir vatnsbaði
  • Karamellur og rjómi brætt saman í potti.
  • Súkkulaðibráðinni smurt á bökunarpappírinn.
  • Saltkringlum raðað þétt á súkkulaðið og þrýst ofan á svo þær festist.

IMG_1203

  • Karamellubráð hellt yfir, helst þannig að hún dreifist nokkuð jafnt yfir.

IMG_1204

IMG_1205

IMG_1206

Færðu inn athugasemd