Jarðarberja- og rabarbarasulta alias „Jarðarbarasulta“

Hefðbundin rabarbarasulta stendur alveg fyrir sínu en neyslan á henni á þessu heimili er töluvert minni en gerðist og gekk þegar ég var að alast upp. Þá var borin fram rabarbarasulta með allskonar mat og einnig notuð í bakkelsi. Rabarbari sprettur afskaplega vel á Íslandi og uppskeran í garðinum er svo mikil að ég frysti alltaf verulegan hluta hennar. Sker hann bara í litla bita og frysti í svona 1/2 kg og 1 kg skömmtum. Minni skammtana nota ég t.d. í bökur. Svo geri ég sultu þar sem ég blanda saman rabarbara og jarðarberjum og bragðbæti með vanillu. Sultan er dásamleg með vöfflum og pönnukökum og svo er snilld að bæta henni í þeyttan rjóma og setja ofan á súkkulaðitertu eða marengs.

IMG_06441 kíló rabarbari i litlum bitum, ferskur eða úr frysti.
1 kíló jarðarber, skorin í minni bita ef vill (frosin ber duga fínt)
safi og rifinn börkur af einni sítrónu – ef vill
400 g sykur
1 vanillustöng, klofin
1 kíló sultusykur

Ef sultusykur er ekki við höndina þá má vel skipta honum út fyrir venjulegan og bæta svo hleypi í sultuna þegar hún er búin að sjóða í um 15 mínútur. Ég hef notað 2 tsk af rauðu Melatíni blandað við 2 msk sykur og stráð yfir sultuna í lok suðutímans. Hræra vel saman og sjóða í svona 2 mínútur til viðbótar.

IMG_0635Jarðarber, rabarbari, venjulegur sykur, sítrónusafi og börkur og vanillustöng  sett í pott og látið standa yfir nótt. Soðið í u.þ.b. 5 mínútur.  Þá er sultusykri bætt í og soðið í 10 mínútur. Vanillustöngin veidd upp úr. Sultan sett á hreinar, heitar krukkur og lokað strax.

IMG_0641

1 athugasemd á “Jarðarberja- og rabarbarasulta alias „Jarðarbarasulta“

Færðu inn athugasemd