Mmmmm mömmukossar eru sígildar jólasmákökur og uppáhald sumra á heimilinu. Uppskriftin er frá mömmu og er frekar stór, enda mamma lengi með mannmargt heimili. Hér hafa kossarnir samt aldrei skemmst. Kökurnar eru lagðar saman tvær og tvær með smjörkremi á milli og þess vegna er ekki sniðugt að setja á þær kremið mjög löngu áður en á að gæða sér á þeim og best að geyma þær á svölum stað. Hinsvegar er í góðu lagi að baka kökurnar sjálfar með nokkrum fyrirvara og setja svo kremið síðar. Kökurnar þurfa nokkra daga til að ná fullum gæðum eftir að kremið er sett á, þ.e. til að kremið nái að mýkja kökurnar aðeins.
200 g smjör
375 g síróp
200 g sykur
1-2 egg (við stofuhita)
750 g hveiti
2 ½ tsk natron
1 tsk engifer
Smjör, síróp og sykur sett í pott og hitað hægt að suðu. Sykurinn á að bráðna alveg og þetta verður að karamellulíkum massa. Sett til hliðar og kælt niður í stofuhita. Mjög mikilvægt er að kæla massann því annars hlaupa eggin þegar þeim er bætt út í. Eggin þeytt eru aðeins saman og blandað við stofuheita karamelluna. Hveiti, natroni og engiferi er blandað saman og loks er hveitiblöndu og karamella-eggjablöndu hnoðað saman. Fínt að gera þetta í hrærivél. Kælt og geymt í sólarhring eða yfir nótt.
Þá er deigið flatt þunnt út og stungnar út hringlaga eða hjartalaga kökur. Hér þarf að nota viðbótarhveiti.
Bakað við 200°C í nokkrar mínútur (man ekki nákvæmlega hvað ég hef þær lengi). Best er að prófa að baka örfáar kökur fyrst til að sjá hvort þær eru hæfilega þykkar og meta hversu lengi þarf að baka þær.
Lagðar saman tvær og tvær með smjörkremi á milli.
Smjörkrem:
200g smjör
4 dl flórsykur
1 eggjarauða
1/2 dl rjómi
rommessens eftir smekk, þarf að smakka til
Allt þeytt saman vel og lengi þar til kremið er orðið næstum hvítt.
