Drottningarsulta

Virðulegt nafn á sultu, vissulega, en hún stendur undir því. Í sultupælingum fyrir einhverjum árum síðan fann ég þessa uppskrift á dansukker.dk og notaði hana fyrst óbreytta. Svo þegar ég fann að hún geymdist mjög vel (ég geymi reyndar sultur í auka ísskáp í þvottahúsinu) fór ég að minnka sykurinn og það var síst verra. Sultan er frábær með vöflum og pönnukökum og ýmsum ostum. Mér finnst líka mjög gott að setja eins og teskeið af henni út á hreina jógúrt, skyr eða ab-mjólk í morgunmat.

IMG_3947

1 kg hindber – fersk eða úr frosti
0,5 kg bláber eða aðalbláber – fersk eða úr frosti
0,7-1 kg sultusykur (eða sykur og pektín)

Ber látin þiðna ef notuð eru fryst ber. Ber og sykur sett í pott og hitað að suðu. Soðið í 5 mínútur. Ef hún virðist mjög þunn eða óskað er eftir að berin soðni betur þá er bara að sjóða hana aðeins lengur. Ef pektín er notað er það sett í síðast.

Sultan er sett heit á hreinar krukkur og lokað strax. Geymist á svölum/köldum stað, sérstaklega ef notaður er fremur lítill sykur.

Færðu inn athugasemd