Fyrr í sumar rakst ég á ferskjur á mjööög góðu verði og skellti mér á nokkur kíló. Úr þeim bjó ég meðal annars til sultu með restinni af rabarbaranum úr garðinum. Ferskjurnar eru mjög sætar og fara vel með rabarbaranum. Í þessari sultu er frekar lítill viðbættur sykur og ég hef geymt hana í ísskáp til að hún endist betur.

Uppskriftin er svona:
690 g ferskjur í bitum (flysjaðar skv. þessum leiðbeiningum sem ég fann á pinterest og að sjálfsögðu eru steinarnir fjarlægðir líka)
550 g rabarbari i litlum bitum
5 dl sykur
safi úr einni sítrónu
Allt sett saman í pott og soðið í ca. 20 mínútur.
Sett á hreinar heitar krukkur og lokað strax.
